

Eiffelturninn er eitt þekktasta kennileiti í heims, staðsett á vinstri bakka árinnar Signu, nánar tiltekið Champ de Mars í París.
Frakkar hafa gefið turninum gælunafnið La Dame sem þýðir Járnfrúin á okkar tungumáli :)
Turninn er hæsta bygging Parísarborgar, 324 metrar á hæð og vegur um 7300 tonn. ![]() |
Í 41 ár var turninn hæsta bygging heims |
![]() |
Eiffelturninn í byggingu árið 1888 |

Hönnuður turnsins er hinn franski Gustave Eiffel og er turninn nefndur í höfuðið á honum. Eiffel turninn er þekktasta verk Gustave en hann hannaði einnig víravirkið í Frelsistyttunni góðu sem er staðsett í New York!
Þar sem Eiffelturninn er gerður úr stáli fara á hverjum sjö árum um 50 tonn af málningu í það eitt að vernda hann gegn ryði!
![]() |
Tokyo Tower í Japan |
![]() |
Paris Las Vegas Hotel - Nevada, USA |
Vegna vinsælda hafa eftirlýkingar Eiffelturnsins verið reistar víðsvegar um heiminn. Hæst þeirra er Tokyo Tower í Japan, sem er 333 metrar á hæð
Önnur endurgerð turnsins stendur í Nevadafylki í Bandaríkjunum. Þar stendur turninn í hálfri raunstærð (165 metra hár) og er hluti af Paris Las Vegas Hotel.
Í hinum eina sanna Eiffelturni er hægt er að ganga upp 1660 þrep. Þar taka svo við lyftur sem bera fólk upp á topp turnsins. Frá opnun turnsins hafa yfir 250 milljón manns heimsótt Eiffel turninn....
...Ég er EKKI ein þeirra!
Þó hef ég lofað sjálfri mér að heimsækja Járnfrúna einn daginn (og jafnvel annan dag eftir það..)
![]() |
Ég og eftirlíking - UniversalStudios,LA,USA |
Áhugi minn á þessu einstaka mannvirki hefur svosem ekki farið framhjá mínum nánustu..
Ilmur Eiffelturnsins! |
Parísarpoki sem mamma færði mér |
![]() |
Eiffelturninn og pappataska í hillu |
Um daginn kom upp sú staða að ég þurfti nauðsynlega að fá filmu í svaladyrnar mínar sem eru á áberandi stað í íbúðinni.
Eins og venjulega vildi ég fara óhefðbundnar leiðir og helst fá mér eitthvað sem ég hafði ekki séð hjá öðrum.
Þó fannst mér nauðsynlegt að myndin væri einföld og passaði vel í hurðina og jafnframt að hægt væri að sjá temmilega í gegn, hvorki of mikið né of lítið...
Eins flott og mér finnst að hafa fallegan texta í gluggum finnst mér ókostur leturs sá að aðeins er hægt að lesa textann öðru megin. Því kom aðeins til greina að finna einfalda og fallega mynd sem hægt væri að njóta báðum megin við glerið.
Ég lét svo slag standa og pantaði mér eitt stykki Eiffelturn á filmu :)
Útkomuna má sjá hér:
Ég er alsæl með útkomuna. Myndin í glugganum bætir svo sannarlega svalardyrnar og kætir mig og mína gesti.
Þessi Eiffelturn fær að duga næstu misseri eða þar til París tekur á móti mér með Járnfrúna sjálfa í broddi fylkingar :)
Góðar stundir